21.05.1981
Sameinað þing: 88. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4806 í B-deild Alþingistíðinda. (5057)

205. mál, graskögglaverksmiðja

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Ég vil hér mæla fyrir áliti atvmn. Nefndin hefur kynnt sér þá þáltill., sem hér er til umr., og telur að þær hugleiðingar, sem þar er ætlað að gera að grundvelli fyrir innlendri fóðuröflun: að nota heit vatn til þurrkunar á graskögglum, séu athyglisverðar, og mælir nefndin með samþykkt till., en flytur þó brtt. á sérstöku þskj., svohljóðandi:

Tillgr. orðist svo:

Alþingi álýktar að fela ríkisstj. í samvinnu við heimaaðila að athuga hagkvæmni graskögglaverksmiðju í Borgarfirði, sérstaklega með tilliti til nýtingar jarðhita í þessu skyni.“

Ég tel ástæðulaust að hafa hér mörg orð um. Það kom fram í umr. að sumir töldu, að það hefði ekki sérstaklega þurft að hafa Borgarfjörð nafngreindan, og skrifuðu undir með fyrirvara af þeirri ástæðu, m. a. Magnús H. Magnússon.