21.05.1981
Neðri deild: 104. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4838 í B-deild Alþingistíðinda. (5119)

Umræður utan dagskrár

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því, að þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hér, hvort starfsfólk Alþingis, sem margt er mjög roskið, heyri undir þessi lög eða ekki. Ég býst við því, að þm. muni sem slíkir vera reiðubúnir að þola stjórn forseta á þessum málum. En mér þætti vænt um að fá við því skýlaus svör frá formanni Verkamannasambandsins, hvort hann lítur að starfsfólk þinghússins heyri undir þessi lög, því að það var sótt með ofurkappi á sínum tíma að þau skyldu sett.