22.05.1981
Neðri deild: 106. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4887 í B-deild Alþingistíðinda. (5210)

320. mál, raforkuver

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Í 5. gr. frv., sem þegar hefur verið samþykkt, eru ótvíræðar heimildir til að taka land eignarnámi í þágu þeirra virkjana sem heimildir hafa verið veittar fyrir. Samningaviðræður vegna Blöndu standa yfir og ég tel að þar hafi miðað vel áleiðis þó ekki hafi úrslit fengist enn. Ég tel mjög óheppilegt og ótímabært að Alþingi samþykki þá till. sem hér um ræðir meðan samningaviðræður standa sem hæst og ekki er neitt vitað um hvort þörf er á eignarnámsheimildum. Ég segi því nei.