22.05.1981
Neðri deild: 107. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4943 í B-deild Alþingistíðinda. (5271)

320. mál, raforkuver

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Þar sem nú er ljóst að hæstv. ríkisstj. og stjórnarflokkar hafa gefist upp við að koma fram á hv. Alþingi stefnumótun í iðnaðarmálum, þ. á m. í stóriðjumálum-það mál hefur verið svæft í nefnd — auk þess sem ekki sýnist vera gæfulegt að gefa hæstv. ríkisstj. heimild til virkjana án nokkurra skilyrða, tel ég fulla ástæðu til þess að setja þau skilyrði, sem koma fram í þessari brtt., og segi já.