25.05.1981
Efri deild: 123. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4994 í B-deild Alþingistíðinda. (5346)

320. mál, raforkuver

Frsm. meiri hl. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá meiri hl. iðnn. um frv. til l. um raforkuver.

Nefndin hefur fjallað um frv. Eftirtaldir aðilar mættu til viðræðna og gáfu upplýsingar um þetta málefni: Guðjón Guðmundsson, settur rafmagnsveitustjóri ríkisins, Tryggvi Sigurbjarnarson, formaður ráðgjafarnefndar iðnrn., Jóhann Már Maríusson frá Landsvirkjun, Gunnlaugur Þórðarson og Birgir Jónsson frá Orkustofnun, Magnús E. Guðjónsson frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og Aðalsteinn Guðjohnsen frá Sambandi ísl. rafveitna.

Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Nd. Undir þetta nál. rita Davíð Aðalsteinsson, Stefán Jónsson, Gunnar Thoroddsen og Stefán Guðmundsson.