25.05.1981
Sameinað þing: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 5017 í B-deild Alþingistíðinda. (5395)

287. mál, kjarnfóðurgjald

Svar:

Framleiðsluráð landbúnaðarins, sem sér um móttöku og varðveislu kjarnfóðurgjaldsins, gefur þessar upplýsingar:

Ekki er hægt að segja um, hversu hárri fjárhæð álagt kjarnfóðurgjald nemur hverju sinni, því að samkvæmt reglugerð nr. 411/1980 er veittur 3 mánaða gjaldfrestur á álögðum gjöldum. Skýrslur um sölu kjarnfóðursins koma ekki til Framleiðsluráðsins fyrr en í fyrsta lagi eftir 3 mánuði frá sölumánuði. Gjald af sölu desembermánaðar féll í gjalddaga 1. apríl s. l. og af sölu janúarmánaðar 1. maí s. l.

Sp. 2.

Hversu mikið hefur innheimst af kjarnfóðurgjaldinu og hvernig skiptist það fjármagn eftir mánuðum?

Svar:

Samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðsins hafa verið innheimtar um miðjan maímánuð gkr. 1 000 091 þús. Hjálögð skýrsla sýnir skiptingu innheimtunnar fram í miðjan aprílmánuð eftir mánuðum og söluaðilum.

Sp. 3.

Hvernig verður því fjármagni varið, sem fengist hefur með kjarnfóðurgjaldinu? Hve hárri upphæð verður ráðstafað til hvers og eins sölufélags, einstakra búgreina eða tilgreindra verkefna?

Svar:

Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið að verja 1000 milljónum gkr, til endurgreiðslu á þeim verðjöfnunargjöldum af mjólk, sem innheimt voru á síðasta verðlagsári, í stað þess að þau komi til skerðingar á útborguðu mjólkurverði til bænda. Um 700 millj. gkr. hafa þegar verið afhentar mjólkursamlögunum. Jafnframt hefur Framleiðsluráðið ákveðið, að skipting þessarar fjárhæðar á milli framleiðenda fari eftir búmarki hvers framleiðanda og því, hversu mikla skerðingu hver og einn á að taka skv. reglum þeim, sem gilda, sbr. reglugerð nr. 348/1979 og tilkynningu Framleiðsluráðs til búvöruframleiðenda frá 15. okt. 1979. Skipting milli aðila liggur enn ekki fyrir. Framleiðsluráð hefur ákveðið styrk til 2 fuglasláturhúsa vegna hagræðingaraðgerða að upphæð gkr. 30 000 þús. Þetta er Sláturhúsið Hreiður hf. í Mosfellssveit, sem fengið hefur gkr. 20 000 þús. og Sláturhúsið Fjöregg hf., Svalbarðsströnd, sem fengið hefur gkr. 10 000 þús.

Sp. 4.

Eru forsendur kjarnfóðurgjaldsins ekki brostnar ef svo fer fram sem horfir, að mjólkurframleiðslan verður minni en markaðsþörf innanlands?

Svar:

Viðhorf Framleiðsluráðs landbúnaðarins eru þau, að enn vanti mikið á að hægt sé að segja um hvort mjólkurframleiðslu þessa árs verði of lítil fyrir innanlandsneyslu á mjólk og mjólkurvörum. Ekkert bendi til að svo muni fara, sé tekið mið af framleiðslu mjólkur eftir árstímum á undanförnum árum. Jafnframt að sæmilegar birgðir hafi verið til af ostum og smjöri í upphafi ársins og minnkun þeirra ekki það mikil enn, að ástæða sé til að ætla, að vöntun verði á þessum vörum eins og horfir nú.

Af reynslu undanfarinna ára má ljóst vera að á meðan ekki fást viðunandi markaðir erlendis fyrir umframframleiðslu mjólkur og mjólkurafurða, er nauðsynlegt að hafa tiltækar framleiðslustjórnunaraðgerðir. Fræðilegar athuganir, sem reyndar fengu staðfestingu á s. l. sumri, er kjarnfóðurgjaldið var lagt á, hafa sýnt að notkun kjarnfóðurs fer m. a. eftir verðhlutfalli þess og mjólkur. Þannig dregur úr kjarnfóðurnotkun, þegar verð þess hækkar í hlutfalli við mjólk, og hún eykst, þegar verðhlutfallið lækkar. Þannig má, með því að hækka eða lækka kjarnfóðurgjaldið, draga úr eða auka kjarnfóðurnotkunina og mjólkurframleiðsluna eftir markaðsaðstæðum hverju sinni. Það væri þá því aðeins að hægt væri með hagnaði að framleiða og flytja út mjólkurafurðir að svara bæri þessum lið fyrirspurnarinnar játandi.

Sp. 5.

Er ekki óeðlilegt og beinlínis hættulegt að viðhalda kjarnfóðurskattinum eftir svo gjafafrekan vetur og tvísýnt útlit um fóðuröflun eftir einstaklega óhagstæða veðráttu í vetur?

Svar:

Framleiðsluráð landbúnaðarins telur ekki á þessu stigi hægt að spá neinu um fóðuröflunarhorfur eða hugsanlegar horfur á komandi sumri, því margar ástæður hvað það varðar séu í óvissu enn.

S. l. sumar var bændum mjög hagstætt árferðislega. Samkvæmt forðagæsluskýrslum varð heyfengur með almesta móti. Þurrheysfengur varð 23,7% meiri en árið á undan og votheysfengur 9,2% meiri. Sauðfé fjölgaði um 3,9% og kúm fækkaði um 0,5%, þannig að fóðurforði varð mun meiri á hvern grip en í fyrravetur. Þar sem ekki er um fóðurvöntun að ræða snýst málið því frekar um hvort rétt sé að gera innlenda fóðuröflun og not á innlendu fóðri hagkvæmari fyrir bændur umfram not á erlendu kjarnfóðri. Eins og málavextir hafa verið, er ekki hægt að telja óeðlilegt eða beinlínis hættulegt að viðhalda kjarnfóðurgjaldinu. Hins vegar verður nauðsynlegt að taka upphæð gjaldsins til endurskoðunar þegar ljóst er um heyfeng á þessu sumri og markaðs- og framleiðsluhorfur í landbúnaðinum.

9.apríl 1981

Innborganir á kjarnfóðurgjaldi fyrir mán. (nýkr.).

1980

1981

júní-okt.

nóv.

des.

jan.

febr.

mars

apríl

Samtals

Samb. Ísl. Svf.

0

392 372

340 283

0

232 018

683 746

598 348

2 246 767

Mjólkurfél. Rvk.

0

190 280

300 290

211 459

245 756

Í98 480

0

1 146 265

Fóðurblandan hf.

0

165 996

146 173

121 712

198 797

Í75 355

0

808 033

Heildv. Guðbj. G.

0

413 503

254 433

331 191

243 535

228 000

0

1 470 662

Kf. Borgfirðinga

0

0

0

45 426

0

54 395

0

99 821

Kf. Ísfirðinga

0

0

0

0

0

0

20 022

20 022

Kf. V.-Hún.

0

0

0

26 596

0

4 067

0

30 663

Kf. Húnvetninga

0

0

0

163 297

40 490

0

0

203 787

Kf. Skagfirðinga

0

0

0

0

0

65 079

0

65 079

Fóðurv. KEA/KSÞ

0

0

Í 292 841

280 409

204 725

280 943

17 298

2 076 216

Kf. Þingeyinga

0

118 787

58 581

60 223

73 398

82 174

57 588

450 751

Kf. N.-Þing.

0

Í3 193

0

0

23 320

0

0

36 513

Kf. Langnesinga

0

0

0

0

0

13 560

0

13 560

Kf. Vopnafj.

0

0

0

0

28 134

0

0

28 134

Kf. Héraðsbúa

0

0

0

0

114 633

0

0

114 633

Kf. Fram

0

0

0

28 593

25 519

0

0

54 112

Kf. Berufj.

0

0

0

0

1 707

0

0

1 707

Kf. A.-Skaft.

0

0

0

0

0

0

41 810

41 810

Kf. Fáskrúðsfj.

0

0

0

0

17 854

15 153

0

33 007

Kf. Dýrfirðinga

0

0

0

0

0

6 802

0

6 802

Kron/6l. Gísl.

Þorv. G.

0

0

89 365

0

0

0

0

89 365

Samtals

0

1 294 131

2 481 966

1 268 906

1 449 886

1 807 754

735 066

9 037 704

Greitt ríkisféhirði

155 900

Alls

9 193 604

Tilkynning til bænda um framleiðslustjórn.

Reykjavík 1979.

Samkvæmt lögum frá Alþingi s. l. vetur er gert ráð fyrir að Framleiðsluráð ákveði framleiðslukvóta fyrir hverja jörð og að fyrir framleiðsluverðmæti kvótans verði að lágmarki greitt 80% með fullu grundvallarverði en útflutningsverð fyrir það sem umfram kann að vera.

Auk þessa ákvæðis um framleiðslukvóta eru í lögunum önnur ákvæði, m. a. um að heimilt sé að greiða búvöruframleiðendum mishátt verð og taka mishátt verðjöfnunargjald eftir bústærð.

Í ágústmánuði í sumar var sett reglugerð við lög þessi. Þar er m. a. að finna ákvæði um að aðalfundur Stéttarsambands bænda skuli taka ákvarðanir um hvort framkvæma skuli ákvæðin um kvótaákvörðun og hvenær slíkar ákvarðanir taka gildi.

Á síðasta aðalfundi sambandsins var ákveðið að láta ákvæðin um framleiðslukvóta koma til framkvæmda árið 1980. Fyrir mjólkina gildi kvótinn um framleiðslu almanaksársins og fyrir kjöt af sauðfé, sem slátrað verður haustið 1980.

Óskað var eftir að Framleiðsluráð auglýsti nú í októbermánuði hversu háan hundraðshluta framleiðslunnar bændur mættu vænta að fáist fullt verð fyrir á næsta ári. Unnið hefur verið að ýmiss konar athugunum og útreikningum til að byggja þessa ákvörðun á.

Á fundi Framleiðsluráðs 12. þ. m. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Markgjald:

Í samræmi við a-lið 2. greinar reglugerðar frá 22. 8. 1979 og með tilvísun til samþykktar aðalfundar Stéttarsambands bænda 1.–3. sept. s. l. um framleiðslustjórn ályktar Framleiðsluráð landbúnaðarins eftirfarandi:

Miðað við meðaltal framleiðslu búvöru áranna '76, '77 og '78 áætlast greiðsla á árinu 1980 92% af afurðamagni upp að 300 ærgilda marki til búvöruframleiðenda á lögbýlum og þeirra annarra sem hafa meiri hluta tekna sinna af búvöruframleiðslu.

Fyrir framleiðslu yfir 300 ærgildisafurða áætlast að greitt verði 80% af framleiðslunni. Verði samdráttur í búvöruframleiðslu einstakra framleiðenda frá viðmiðunarárunum, minnkar verðskerðingin um 1 prósentustig fyrir hvert 1% framleiðsluskerðingar. Fari framleiðsluskerðingin niður fyrir hið verðtryggða lágmark eiga viðkomandi framleiðendur rétt á að fá fullt verð, þó þeir auki framleiðsluna aftur upp að því hlutfalli sem verðábyrgð er veitt fyrir hverju sinni.

Það er nauðsynlegt að bændur geri sér ljóst að forsendur þær, sem tillagan er byggð á, eru veikar. Það er ekki vitað um hvert verður framleiðslumagn á búvöru á næsta ári. Ekki er heldur vitað hverjar niðurgreiðslur verða á innlendum markaði, því er innanlandssalan mjög óviss. Einnig er verðlag bæði innanlands og utan í fullri óvissu. Allt þetta gerir það að verkum að skoða ber hlutfallstölur þær, sem í ályktuninni eru, sem áætlunartölur, sem gefi vísbendingu um lágmark þess, sem greitt kunni að verða fullu verði.

Telja verður nokkurn veginn víst að lægra þurfi ekki að fara með greiðsluna, en nokkrar vonir um að eitthvað hærra hlutfall verði hægt að greiða á fullu verði.

Eitt er þó sem þar gæti gripið inn í og breytt viðhorfum í þessu efni, þ. e. ef Alþingi skerðir lögbundinn rétt bænda til útflutningsbóta frá því sem nú er, eins og tillögur hafa verið uppi um á Alþingi.

Unnið er nú að gagnasöfnun til að byggja á kvótaákvörðun fyrir hverja jörð. Slíkt er mikið verk og verður ekki lokið fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Þegar niðurstöður liggja fyrir, verður hverjum bónda gert ljóst hvað hans kvóti er rúmur.

Reglugerðin gerir ráð fyrir að hann byggist á meðalframleiðslumagni áranna 1976, 1977 og 1978, með undantekningum varðandi frumbýlinga.

Reynt verður að hraða þessari ákvörðun svo sem fært er.

Reykjavík, 15. október 1979

Með félagskveðju,

Gunnar Guðbjartsson.