17.11.1980
Neðri deild: 17. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 700 í B-deild Alþingistíðinda. (566)

85. mál, þingfararkaup alþingismanna

Jósef H. Þorgeirsson:

Herra forseti. Það er örstutt aths. út af máli hv. þm. Vilmundar Gylfasonar.

Hann lét þess getið í ræðu sinni að þm. Vesturl. fengju greiddar 24 ferðir á teiðinni Reykjavík-Stykkishólmur-Reykjavík. Ég kannast ekki við þessa reglu og mótmæli henni harðlega. Þeir þm. Vesturl. sem ég hef haft samband við núna, kannast ekki heldur við þessa reglu. Það er því ekki að furða að næsti þáttur í ræðu þm. fjallaði um siðleysi. Það var vel að vonum.