18.11.1980
Sameinað þing: 20. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í B-deild Alþingistíðinda. (581)

81. mál, eftirlaun til aldraðra

Fyrirspyrjandi (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. heilbr.- og trmrh. fyrir greinargóð svör. Í svörum hans kom í ljós að það, sem ég var hræddur um, er á rökum reist, þar sem vel innan við 10% þess fólks, sem réttindin á eða ætlað var að ætti þessi réttindi, hefur fengið þau og aðeins liðlega 12% af þeim, sem réttindin hugsanlega eiga, hafa sótt um. Vonandi fá þeir þau réttindi.

Ég vil undirstrika mjög þá nauðsyn, sem ég var að tala um áðan, að finna einhverja aðra leið. Auðvitað væri hægt að auglýsa betur en gert hefur verið, kynna þetta betur. En ég held að það fáist aldrei nein góð teið önnur en sú að láta tölvur skattstofanna finna þetta fólk. Það er tiltöluleg a auðvelt fyrir tölvurnar að finna þetta fólk, gera lista yfir þá, sem kunna að eiga rétt, og láta einhverja embættismenn vinna þetta þannig, að treysta megi á að fólkið sæki. Við höfum reynslu af þessu, eins og ég sagði, úti í Eyjum, og það gekk ekki. Svona lagað gengur ekki nema það sé unnið úr þeim upplýsingum sem skattayfirvöld hafa yfir að ráða. — En ég endurtek þakklæti mitt til ráðh. fyrir greinargóð svör.