19.11.1980
Neðri deild: 20. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (660)

85. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. meiri hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Það þekkja flestir aðdraganda þessa máls.

Launakjör alþm. hafa verið ákveðin af þfkn. fram á þennan dag. Í upphafi þings var kjörin þfkn. með allsérstæðum hætti, en aðalverkefni hennar var að undirbúa frv. til l. um þingfararkaup alþm. Það frv., sem hér liggur fyrir, er árangur af því starfi og hefur verið rætt í öllum þingflokkunum og verið þar til umfjöllunar um nokkurt skeið.

Ég ætla ekki að fara að endurtaka þau sjónarmið sem hafa verið uppi varðandi þetta mál. Það kom fram í fjh.- og viðskn. í morgun að ýmsir höfðu um það efasemdir að rétt væri að þessi mál færu úr höndum þingsins, en hins vegar væri ekki um annað að ræða úr því sem komið væri.

Hv. þm. Albert Guðmundsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins og hv. þm. Matthías Á: Mathiesen var fjarverandi. Ég vil taka það fram, að hv. þm. Matthías Á. Mathiesen er veikur og gat þess vegna ekki sótt fund nefndarinnar. Hins vegar taldi hann rétt að skila áliti varðandi þetta mál og gerði það eftir að fundi okkar lauk. Þess vegna er nál. sem ég mæli fyrir ekki frá meiri hl. fjh.og viðskn. í reynd heldur frá fjh.- og viðskn. þar sem hv. þm. Matthías Á. Mathiesen gat ekki komið því við að vera á þeim fundi.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að hafa lengra mál um þetta frv., en vil að endingu endurtaka að fjh.- og viðskn. leggur til að frv. verði samþykkt.