24.11.1980
Efri deild: 17. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 845 í B-deild Alþingistíðinda. (750)

73. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Hér er fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum, nr. 5 13. febr. 1976. Efni þess er þetta:

„1. gr. Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða og orðist svo:

Áður en útflutningsgjald er lagt á samkv. 2. gr. skal draga frá fob-verðmæti saltsíldar framleiddri á síldarvertíð 1980 kr. 15 600 fyrir hver 100 kg innihalds vegna umbúðakostnaðar og kostnaðar við sérstök hjálparefni.

Útflutningsgjald skal ekki innheimt af ediksöltuðum síldarflökum eða söltuðum síldarflökum sem verkuð eru á svipaðan hátt, framleiddum á síldarvertíð 1980, til sölu í löndum Efnahagsbandalags Evrópu.

2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“

Sjútvn. Ed. hefur fjallað um frv. og mælir samhljóða með samþykkt þess.