02.12.1980
Sameinað þing: 27. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1033 í B-deild Alþingistíðinda. (940)

342. mál, kaupmáttur tímakaups verkamanna

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hafa komið þessari fsp. á framfæri og sömuleiðis hæstv. ráðh. fyrir svör hans, sem eins og hv. fyrirspyrjandi benti á leiða í ljós að fjarri fer að haldið hafi verið loforðið um „samningana í gildi.“ Það er afsakað með versnandi viðskiptakjörum. Á móti versnandi viðskiptakjörum — sem þykja að vísu alvarleg staðreynd — um 15% á tveim árum er gert lítið úr því, að á árunum 1974 og 1975 versnuðu viðskiptakjör um 25–30% og þess vegna var eðlilegt að nokkurn tíma þyrfti í viðskiptakjarabata áður en unnt væri að rétta við kaupmátt launa á þeim árum. En viðskiptakjararýrnun á árunum 1979 og 1980 skýrir ekki hvernig á því stendur, að ekki hefur verið haldið loforðið „samningarnir í gildi“ og að kaupmáttur er nú 10% minni en hann var fyrsta ársfjórðung eftir „sólstöðusamninga“ vegna þess að þjóðarframleiðslan hefur þó vaxið á þessum tíma og þjóðartekjur á mann eru taldar vera álíka á þessu ári og á árinu 1977. Þess vegna ætti kaupmáttur tímakaups og halda í við það.

Ég vildi aðeins benda á að viðskiptakjararýrnunin nú er ekki skýring eða afsökun fyrir að Alþb. hefur ekki staðið við óskertan kaupmátt launa og haldið samningum í gildi.