02.12.1980
Sameinað þing: 27. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1037 í B-deild Alþingistíðinda. (947)

342. mál, kaupmáttur tímakaups verkamanna

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Upplýsingarnar halda áfram að berast okkur frá hæstv: ríkisstj. um það, að verið sé að ræða um með hvaða hætti eigi að vernda kjör launafólks í landinu, og endurteknar yfirlýsingar um það, en niðurstaða er engin. Ítrekaðar eru yfirlýsingar um að haft verði samráð við samtök verkalýðsins. Samt liggur það fyrir, að allsherjarþing verkalýðsins, haldið á fjögurra ára fresti, er nýliðið og þrátt fyrir hinar fögru yfirlýsingar var það með öllu foraktað af hálfu hæstv. ríkisstj. Umræðan snýst sem sagt um hvað gera eigi, en niðurstaða er engin og bráðum heldur hæstv. ríkisstj. upp á ársafmæli sitt. Í gær var viss örlagadagur í lífi þessarar þjóðar. Vandamálin eru gífurleg í efnahagslífi hennar. Þetta vita allir. Við þráspyrjum hér á hinu háa Alþingi, sem á kröfu á að fá að vita hvað til stendur, en svörin eru engin af því að niðurstaða er alls engin.

Settur var þó saman í ársbyrjun sáttmáli mikill, stjórnarsáttmáli, um hvernig skyldi á málum tekið. Má ég spyrja hæstv. viðskrh. eða hæstv. samgrh., form. Framsfl., hvort það sé ekki rétt munað, að aðaltillögur þeirra í efnahagsmálum heiti „niðurtalningarleiðir“ og hvort þeirra sé ekki rækilega getið og þau ráð útlistuð í þessum sáttmála? Var það ekki ein leiðin sem átti að fara, og má ekki lesa, eftir því sem hæstv. forsrh. segir, úr stjórnarsáttmálanum um þær leiðir og aðferðir sem beita tímakaups verkamanna. 1038 átti? — Samt er alls engin niðurstaða fengin í þessum hrikalegu vandamálum sem við blasa.

Ég beini þeirri eindregnu fyrirspurn til hæstv. viðskrh., hvort ekki sé rétt eftir tekið að Framsfl. hafi ítrekað lýst því yfir, að með engum og alls engum hætti hafi verið tekið til við þau ráð sem þeir helst lögðu til í sambandi við verðbólgu í landinu og kjörin yfirleitt, niðurtalningarleiðina. Er þetta ekki rétt skilið?

Við þessu vildi ég helst fá svör og að þeir kæmu nú hingað og segðu okkur frá því, hvers vegna standi þann veg á sem raun ber vitni.