02.12.1980
Sameinað þing: 28. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1077 í B-deild Alþingistíðinda. (993)

114. mál, öryggismál varðandi þyrlurekstur

Fyrirspurnin hljóðar svo:

1. Hve margar þyrlur hafa verið skráðar í íslenska flugflotanum og hvenær?

2. Hve margar af þessum þyrlum eru enn í rekstri, og hver hafa orðið endalok þeirra sem ekki eru lengur á loftfaraskrá?

3. Telur samgönguráðherra ekki nauðsynlegt að fram fari nú þegar ítarleg athugun á öllum öryggisþáttum (viðhaldi, þjálfun og eftirliti) þessarar greinar flugrekstrar hér á landi?

Skriflegt svar óskast.

Svar:

1. Fjöldi á skrá og hvenær skrásettar. Fjöldi enn í rekstri og afdrif annarra.

Samtals hafa verið skrásettar 12 þyrlur hér á landi. Af þeim eru fjórar enn á skrá, en aðeins tvær eru í lofthæfu ástandi þ.e. TF-ATH, af gerðinni H-269, tveggja manna þyrla í eigu fr. Albínu Thordarsen, og TF-RÁN, af gerðinni S-76, í eigu Landhelgisgæslunnar.

Nánari upplýsingar um skrásetningardag og feril koma fram í sérstakri töflu.

2. Þörf sérstakrar athugunar á öryggisþáttum þessa flugrekstrar.

Hafa ber í huga, að þyrluflug fer eðli sínu samkvæmt oft fram í lágum flughæðum, þar sem hættar er við misvindi og ýmsum hindrunum. Við björgunarstörf þurfa þyrlur enn fremur oft að athafna sig við mjög erfið veðurskilyrði. Þessir þættir geta því haft veruleg áhrif á slysatíðni þyrla. Rétt er einnig að benda á eftirfarandi atriði:

a) Enginn einn samnefnari virðist fyrir orsökum slysa og óhappa í þyrlurekstri hér á landi.

b) Hvað varðar eigin þyrlur Landhelgisgæslunnar, eða þær þyrlur, sem á hennar vegum hafa verið, hefur ekkert komið fram, sem bendir til að viðhaldi þyrlanna hafi verið ábótavant, enda hefur Landhelgisgæslan lagt þunga áherslu á góða viðhaldsþjónustu.

c) Þjálfun þyrluflugmanna hefur almennt verið í samræmi við lög og reglugerðir hér á landi, sem yfirleitt eru strangari á þessu sviði en í öðrum löndum.

d) Eftirlit með flugrekstri, þar með töldum þyrlurekstri, er falið loftferðaeftirliti flugmálastjórnar, og er eins náið og kostur er. Til þess að efla slíkt eftirlit þarf aukningu sérhæfðs starfsliðs. Einn flugstjóri hóf störf hjá loftferðaeftirlitinu á s.l. ári, en ráðning hans hefur enn ekki fengist staðfest.

Þrátt fyrir framangreint er eðlilegt, að fram fari ítarleg könnun á öllum þáttum þyrlurekstrar hér á landi með það fyrir augum að öryggi verði eflt.

Yfirlit yfir þyrlur skráðar hér á landi.

Nr:

Skrás.

Tegund

Eigandi/Rekandi

Dags. skrás.

Örlög

1.

TF-HET

Bell-47

Elding Trading Co.

10. júní 1949

Skilað aftur til Bandaríkjanna í sept. 1949

2.

TF-EIR

Bell-47

SVFÍ & Landh.gæslan

30. apríl 1965

Brotlenti á Rjúpnafelli s/Kerlingafjalla 29. sept. Orsök var sviptivindi og misvindi. Flugmaður og einn farþegi sluppu ómeiddir. Þyrlan ónýt.

3.

TF-DIV

B-305

Andri Heiðberg

9. febr.1967

Brotlenti eftir hreyfibilun í Fáskrúðsfirði, 29. sept. 1975. Flugmaður slapp ómeiddur, en þyrlan eyðilagðist.

4.

TF-HUG

Bell-47

Landhelgisgæslan

29. mars 1973

Skemmdist í nauðlendingu eftir hreyfibilun við Kópavogshæli 13. febr. 1977. Flugmaður og einn farþegi sluppu ómeiddir. Þyrlan er enn í vörslu Landhelgisgæslunnar.

5.

TF-MUN

Bell-47

Landhelgisgæslan

19. des.1973

Skemmdist í nauðlendingu vegna hreyfibilunar við Vogastapa, árið 1975. Flugmaðurinn slapp ómeiddur. Þyrlan er enn til í vörslu Landhelgisgæslunnar

6.

TF-GNÁ

S-62A

Landhelgisgæslan

21.febr. 1972

Eyðilagðist í nauðlendingu á Skálafelli 3. okt. 1975. eftir að drifkassi í stéli brotnaði. Flugmaður og einn farþegi sluppu

7.

TF-LKH

S-55

Þyrluflug fh.

6. jan. 1975

Fórst við Hjarðarnes í Hvalfirði 17. jan. 1975. Flugmaðurinn og sex farþegar biðu bana. Líkleg orsök: Misvindi og hleðsla.

8.

TF-DEF

B-305

Andri Heiðberg

3. febr. 1975

Eyðilagðist í nauðlendingu í eftir bilun stélskrúfu, við Urðarhólmavatn s/ Arnarvatnsheiðar, 21. júlí 1978. Flugmaðurinn slasaðist.

Flaug á loftlínu og eyðilagðist við Búrfellsvirkjun 17. nóv. 1980.

Flugmaður slapp ómeiddur, einn farþegi meiddist nokkuð.

Flaug í jörðina og eyðilagðist, er flugmaður reyndi sjónflug í vondu verðri, á Mælifellssandi norðan Mýrdalsjökuls, 25. apríl 1977. Flugmaður og einn farþegi

9.

TF-GRO

H-369

Landhelgisgæslan

7. apríl 1976

10.

TF-AGN

H-269

Hitatækni hf.

19. nóv. 1976

urðu úti á leið til byggða.

11.

TF-ATH

H-269

Albína Thordarson

25. maí 1980

Albína Tordarson hefur leyfi til flugreksturs og rekur hún þyrluna. Flugmenn landhelgisgæslunnar annast viðhald.

12.

TF-RAN

S-76

Landhelgisgæslan

22. ágúst 1980

Landhelgisgæslan rekur þyrluna.