07.12.1981
Neðri deild: 18. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í B-deild Alþingistíðinda. (1001)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 3. des. 1981.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Sigurgeir Bóasson endurskoðandi í Reykjavík, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Steingrímur Hermannsson.“

Sigurgeir Bóasson hefur áður átt sæti á þessu þingi og þarf því kjörbréf hans ekki athugunar við. Býð ég hann velkominn til starfa.