07.12.1981
Neðri deild: 18. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1240 í B-deild Alþingistíðinda. (1004)

69. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. (Garðar Sigurðsson):

Herra forseti. Hér er til 2. umr. 69. mál, frv. til l. um breyt. á lögum nr. 5 13. febr. 1976, um útflutningsgjald af sjávarafurðum, með síðari breytingum. Efni þessa frv. er aðallega þrenns konar:

Í fyrsta lagi er í 1. gr. frv. ákvæði um að sjútvrh. sé heimilt að ákveða að draga frá fob-verði verð umbúða og hjálparefna við framleiðslu saltsildar. Frv. þessa efnis hefur verið lagt fram hér á hverju ári, en er nú gert þannig að þess á ekki að vera þörf í framtíðinni að gera það aftur. Í öðru lagi er hér um að ræða lækkun á útflutningsgjaldi af loðnumjöli og loðnulýsi, sem er í tengslum við verðákvörðun á loðnu í haust. Og í þriðja lagi er ákvæði um að ekki skuli tekið útflutningsgjald af 1600 tonnum af þurrkuðum saltfiski.

Sjútvn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um þetta frv. á þremur fundum sínum og vegna þess að þetta frv. er að ýmsu leyti efnismikið og um atriði, sem þurfti að skoða mjög vandlega, var þess hreint ekki kostur að afgreiða það fyrr en gert var. Þetta nefni ég vegna athugsemda hæstv. forseta um daginn um að nál. hefðu ekki komi fram nefndum í hv. deild. En nú er fyrsta nál. komið frá sjútvn. og er líklega fyrsta mál sem kemur til 2. umr.

Í stuttu máli sagt var frv. sent ýmsum aðilum, sem málið skiptir verulega, til umsagnar, þ. e. Aflatryggingasjóði, Tryggingasjóði fiskiskipa og Fiskveiðasjóði Íslands, og eins og segir í nál. á þskj. 144 kom fram í umsögn Fiskveiðasjóðs að hann sæi ekki ástæðu til að gera athugasemd við frv. þar sem efni þess hefði ekki mikil áhrif á tekjur hans.

Í umsögn Tryggingasjóðs fiskiskipa kemur fram athugasemd við 3. mgr. ákvæða til bráðabirgða.

Það var einmitt þessi 3. mgr. í ákvæðum til bráðabirgða sem nefndarmenn þóttust hafa mesta ástæðu til að athuga og fékk hv. sjútvn. til sín á fund fulltrúa frá Verðjöfnunarsjóði og fékk upplýsingar um þetta atriði. M. a. fengum við upplýsingar frá aðalfundi Sambands ísl. fiskframleiðenda sem haldinn var í júlí á þessu sumri, þar sem þeir sjálfir telja að halli, sem kynni að verða af þurrkun á saltfiski, yrði borinn uppi af saltfiskspúliu vetrarvertíðarinnar í ár. Sá texti segir að þeim þyki ekki ástæða til að fella niður útflutningsgjald af þessum þurrfiski.

Þegar nefndin hafði athugað þetta á tveimur fundum kom bréf frá sjútvrn. með ósk um að nefndin hlutaðist til um að 3. mgr. ákvæða til bráðabirgða yrði felld úr frv. Nefndin hafði þá þegar ákveðið að fella þessa grein niður, og var auðvitað sjálfsagt að verða við þessari ósk þar sem hún féll saman við skoðanir okkar í þessum efnum.

Sjútvn. leggur þess vegna til eftirfarandi breytingar: Í 2. gr. falli 3. mgr. ákvæða til bráðabirgða niður og upphaf 4. mgr. ákvæða til bráðabirgða hljóði svo:

Sjútvrh. er heimllt að ákveða“ — í staðinn fyrir: „Enn fremur er ráðh. heimilt að ákveða.“

Að lokum leggur nefndin til að 3. gr. frv. orðist á þessa lund: „Lög þessi öðlast þegar gildi. Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 5 13. febr. 1976, um útflutningsgjald, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt.“ — Þessi brtt. er komin til vegna þess, að síðan þessi lög voru samþykkt í febr. 1976 hafa orði fjöldamargar breytingar, meira en árlegar breytingar, á þessum lögum og ef menn ætla að hafa í höndunum gildandi lög varðandi þetta málefni þarf að sanka að sér hellmörgum sérprentuðum lögum. Við förum því fram á að sú breyting verði gerð að þessar breytingar verði allar settar á einn stað.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta efni. Nefndin varð ásátt um þessa afgreiðslu og var sammála eins og oft áður.

Það segir einnig í nál.hv. þm. Halldór Ásgrímssson hafi verið fjarverandi afgreiðslu málsins, en ég vil upplýsa hér að það var varla hans sök vegna þess að fundarboðun misfórst.