09.12.1981
Efri deild: 19. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í B-deild Alþingistíðinda. (1099)

59. mál, lyfjalög

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. Ed. hefur haft til umfjöllunar frv. til l. um breyt. á lyfjalögum, nr. 49/1978. Nefndin leggur til að frv. verði samþykki, með þeirri breytingu þó að 2. gr. frv. falli brott, en þar var gert ráð fyrir að tillögum stjórnar Lyfsölusjóðs um ráðstöfun fjár sjóðsins skyldi vísað til ráðh. til umsagnar. Það er sem sagt gert ráð fyrir að þetta verði eins og það áður var, að það fari um ráðstöfun fjárins svo sem stjórn Lyfsölusjóðs segir til um.

Eins og hv. þm. vafalaust er í fersku minni gerði ráðh. grein fyrir þessu frv. á sinni tíð. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um það frekar.

Undir nál. rita allir nm. að undanskildum hæstv. forsrh. Gunnari Thoroddsen sem var fjarverandi afgreiðslu málsins.