09.12.1981
Neðri deild: 19. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1369 í B-deild Alþingistíðinda. (1127)

Umræður utan dagskrár

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins segja það, að mér þykir þarflaus fyrirgangur í þessum umr. utan dagskrár í fjarveru forsrh. sem vitað er að kemur heim á morgun. Ég vil jafnframt segja það út af sagnfræði hv. þm. Friðriks Sophussonar, að það er engin nýlunda að nefndarstörf taki lengri tíma en ætlað er. Enda þótt vissulega megi reka á eftir nefndum, þá taka þau oft alllangan tíma vegna þess að það þarf að viða að gögnum o. s. frv. eins og menn þekkja. En ef það er svo sem hér er hermt, að þessi áfangaskýrsla sé í höndum mjög margra aðila í landinu og þar á meðal í höndum eins þm. a. m. k., þá mun ég hvetja til þess, að henni verði dreift, þó að ég taki ekki um það ákvörðun hér og nú.