10.12.1981
Neðri deild: 20. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (1150)

96. mál, tímabundið vörugjald

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Hér er um að ræða brtt. sem kom fram eftir að nefnd lauk störfum, og má segja að það hafi einnig gerst á s. l..ári. Sérstakt tímabundið vörugjald hefur verið til athugunar hjá fjmrn. og er enn, — ekki aðeins varðandi breytingar á gjaldi á þennan vöruflokk, heldur kemur inn í þá athugun hvort ekki sé rétt að breyta vörugjaldi á öðrum vörutegundum. Það er ekki fengin niðurstaða í því máli. Ég vildi aðeins nefna það hér, en vegna þess, sem ég áður hef sagt, og af þessum orsökum segi ég nei.