11.12.1981
Efri deild: 21. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1436 í B-deild Alþingistíðinda. (1200)

136. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Ég hef fallist á að mæla með þessu frv. þó með nokkrum semingi sé, vegna þess að það form, sem hér um ræðir til verðjöfnunar á raforku, er áreiðanlega að ýmsu leyti meingallað. Jafnframt vil ég vekja athygli á því, að talað hefur verið um og í framkvæmd verið að jafna þann aðstöðumun rafveitna, sem hér um ræðir, með því að líta til þess, hversu stór hluti framkvæmda á hverjum tíma væri af félagslegum toga, og greiða það þá niður þegar í stofnkostnaði. Það hafa ekki séð dagsins ljós af hálfu ríkisstj. heilsteyptar tillögur um endurskoðun af þessu tagi enda þótt óskir hafi komið fram um það hér á hv. Alþingi.

Ég leyfi mér að mæla með þessu frv. í trausti þess, að slík endurskoðun á því, með hvaða hætti þetta aðstöðujöfnunarkerfi geti verið betra en það er núna, fari fram á árinu, svo að um skýrar og skilmerkilegar linur verði að ræða þegar þetta mál kemur næst til afgreiðslu.