20.10.1981
Sameinað þing: 7. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

31. mál, nýting bújarða (ríkisjarða) í þágu aldraðra

Þórarinn Sigurjónsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir þá till: sem hv. 2. þm. Austurl. flytur hér ásamt tveimur öðrum þm. á þskj. 31. Ég tel hér vera á ferðinni athyglisvert mál sem leysa ber. Það er mikil nauðsyn að eldra fólk geti átt þess kost að því sé búin aðstaða í nágrenni heilsugæslustöðva, þar sem hægt er að veita því þá aðstoð og þjónustu sem oft er nauðsynleg þegar árunum fjölgar og starfsorkan minnkar. Og með hliðsjón af því, að margt eldra fólk sem sæmilega heilsu hefur er mjög fýsandi þess að geta lagt eitthvað af mörkum í atvinnulífinu, verður að teljast æskilegt að kannaður sé sá möguleiki sem till. gerir ráð fyrir.

Hér er því að mínum dómi nauðsynlegt mál á ferðinni sem koma þarf í framkvæmd sem fyrst.