11.12.1981
Efri deild: 21. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1441 í B-deild Alþingistíðinda. (1216)

96. mál, tímabundið vörugjald

Forseti (Helgi Seljan):

Fleiri hafa ekki kvatt sér hljóðs og verður freistað að ganga til atkvgr. um dagskrármálið. Ég óskaði eftir því við hv. þdm. áðan, að þetta mál mætti ganga til nefndar, og ber litla ábyrgð á þeim umr. sem hér hafa farið fram.

Ég mun freista þess að láta fara fram atkvgr. um dagskrármálið, tímabundið vörugjald, þ. e. að málið megi fara til 2. umr. og til hv. fjh.- og viðskn. Þetta stafar einfaldlega af því, að ég hafði ekki hugsað mér að fresta fundi vegna þess að ég ætlaði að taka á dagskrá þegar á eftir 6. dagskrármálið, þ. e. 3. umr. um það ágreiningslausa mál, verðjöfnunargjald af raforku, en að deildin væri síðan laus.