21.10.1981
Efri deild: 5. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

28. mál, almannatryggingar

Salome Þorkelsdóttir:

Herra forseti. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hve brýnt það mál er sem hér er nú á dagskrá. Ég vil aðeins taka undir það sem hér hefur komið fram, að það er nauðsynlegt að taka þessa þætti tryggingamála til endurskoðunar með hagkvæmni í huga og beinlínis leiðréttingu, eins og hér hefur berlega komið í ljós í umræðum manna.

Ég vil þakka hv. flm. fyrir að leggja þetta frv. fram og vænti þess, að það verði til að leiðrétta augsýnilegt misrétti sem ríkir í þessum efnum. Þar sem ég er í nefnd þeirri sem fær þetta frv. til umfjöllunar sé ég ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta mál hér og nú, en ítreka þakkir mínar til flm. og vænti þess, að málið fái farsæla afgreiðslu frá þinginu.