16.12.1981
Neðri deild: 25. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1618 í B-deild Alþingistíðinda. (1342)

42. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég get vel tekið undir það með hv. þm. Matthíasi Bjarnasyni, að ástæða sé til að koma á meiri fjölbreytni í atvinnulífi landsmanna með því að færa seðlaprentunina alfarið inn í landið. En varðandi málið að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að endurtaka það sem ég hef áður sagt, enda ástæðulaust. Við hófum lýst skoðunum okkar í þessum efnum og skoðunum á því sem gerst hefur áður og samanburði á þessu tvennu og er engin ástæða til að ræða það í sjálfu sér frekar.

Mér finnst eðlilegt varðandi meðferð málsins, að málið verði afgreitt við 2. umr. og síðan fái það meðferð á milli 2. og 3. umr. og hv. stjórnarandstæðingar fái þá tækifæri til að ræða við sjútvrh. um málið. Mér finnst það eðlileg ósk og get fyrir mitt leyti vel á hana fallist.