16.12.1981
Neðri deild: 25. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1627 í B-deild Alþingistíðinda. (1355)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Alexander Stefánsson):

Örfá orð út af ummælum hv. 6. þm. Reykv. Það má vel vera að það flokkist undir mistök að hafa látið taka þetta mál fyrir, 2. dagskrármálið í dag, á síðasta fundi. En til þess lágu ýmsar orsakir. Ég get vel tekið það á mig, að það hafi verið mistök. En oft hefur það gerst hér á Alþingi, að framsaga hefur verið flutt en máli síðan frestað. Og hér var um það að ræða að taka málið aftur upp á þessum fundi.