17.12.1981
Efri deild: 26. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (1368)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson óskaði upplýsinga um viðræður mínar við bankana um stöðu þeirra og afkomu.

Stjórn sambands bankanna gekk á minn fund í gærmorgun og ræddi um stöðu og afkomu bankanna. Í framhaldi af þeim viðræðufundi óskaði ég eftir að fá álit frá sambandinu um stöðu og afkomu bankakerfisins. Ég fékk það í dag og ég mun gera ráðstafanir til að það álit verði hv. fjh.- og viðskn. til ráðstófunar. Ég hygg að það hafi verið það sem hv. þm. bað um, og ég mun afhenda það í nægilega mörgum eintökum formanni hv. fjh.- og viðskn. (EKJ: Er fyrirhuguð aukin binding?) Aukin binding? Nei, það eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á lögum í því efni.