17.12.1981
Efri deild: 26. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1738 í B-deild Alþingistíðinda. (1380)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir svar hans. Ég get ósköp vel skilið að hann hefur ekki hugleitt málið. Það kemur honum sjálfsagt spánskt fyrir sjónir nú, eins og það kom mér spánskt fyrir sjónir í gærkvöld þegar ég var að bera þetta saman. Ég hygg að það hafi enginn veitt þessu athygli og við höfum gengið út frá því, allir í fjh.- og viðskn. Ed., að 1. mgr. væri óbreytt frá gildandi lögum. En ég hef tekið þá ákvörðun að flytja ekki brtt. á þessu stigi, vegna þess að málið er ekki komið á lokaafgreiðslustig, hvorki í þessari deild og því síður náttúrlega í Nd., svo að það gefst tími til að kanna þetta betur. Ég efast ekki um að ráðh. muni gefa fullnægjandi yfirlýsingar eða þá að brtt. mætti flytja í Nd. ef málið yrði endanlega afgreitt hér án þess. Ég vil sem sagt ekki tefja fyrir málinu með því að hafa frekari umr. um þetta á þessu stigi.