17.12.1981
Sameinað þing: 37. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1796 í B-deild Alþingistíðinda. (1434)

139. mál, skilaverð á þorskafurðum

í nýkrónum (gengi dollars krónur 5,56):

l.

Skreið

a)

Ítalíuskreið

33 922

b)

Afríkuskreið A-flokkur

27 761

II.

Saltfiskur

a)

1. fl. stórfiskur

13 566

b)

2. fl. stórfiskur

11 859

c)

3. fl. stórfiskur

10 353

d)

4. fl. stórfiskur

8 885

III.

Hraðfrystur fiskur

a)

Þorskflök í neytendaumbúðum

(10 x 5 lbs.)

15 329

b)

Þorskblokk

11 251

Hráefnisverð á þorski slægðum með haus var þá sem hér segir í nýkr. á kg, og er miðað við verðlagsráðsverð án þess að tekið sé tillit til stofnfjársjóðs, olíugjalds og uppbóta: Þorskur 4 kg eða þyngri 2,65 kr. á kg. Fyrir hvern fisk umfram 25 í 100 kg dragast frá 0,0104 aurar á fisk.

Heildarverð á 4 kg, 3 kg og 2,5 kg þorsks, að teknu tilliti til stofnfjársjóðs og olíugjalds, er því eftirfarandi á kg:

meðalþyngd

4 kg

3 kg

2,5 kg

Verð

3,11

3,01

2,93

Til þess að reikna út afurðaverðmæti úr hverjum 100 kg af 1. fl. þorski þarf að setja fram forsendur um nýtingu hráefnis og einnig um meðalþyngd hráefnis til þess að finna hráefnisverð. Þorskur af mismunandi stærð og þyngd hentar misvel í einstakar verkunaraðferðir. Samanburður á afurðaverðmæti sama þorsksins eftir verkunaraðferðum gefur því villandi niðurstöður. Það er einmitt eitt meginverkefni þeirra, er fiskvinnslu stunda, að velja hráefni í einstakar verkunaraðferðir eftir því sem hagkvæmast er á hverjum tíma miðað við afurðaverð, hráefnisverð og annan tilkostnað.

2. Framleiðsla sjávarafurða 1980.

Meðfylgjandi töflur sýna framleiðslu 1980 í grófum dráttum. Upplýsingarnar eru fengnar hjá Fiskifélagi Íslands.

Fyrri taflan sýnir það magn (tonn upp úr sjó), sem tekið er til vinnslu í tilgreinda verkun. Seinni taflan sýnir sjálfa framleiðsluna á árinu.

Tafla 1: Vinnsla sjávarafla 1980: Yfirlit (Tonn).

Fryst

Saltað

Hert

Brætt

Annað

Samtals

Verðmæti

Þorskur

201 018

143 740

59 960

266

23 360

428 344

94 569 202

Loðna

3 403

0

963

752 870

2 283

759 519

22 195 298

Annað

198 798

45 842

20 545

1 1 376

43 648

320 208

64 133 958

Samtals

403 219

189 582

81 468

764 512

69 291

1 508 071

180 898 458

Tafla 2: Framleiðsla sjávarafurða 1980: Yfirlit (Tonn):

Frysting

Söltun

Hersla

Botnfiskafurðir

121 025

ca.52 500

ca.17 500

Þar af þorskur

66 144

ca.46 000

ca. 8 000

Í%

54,7%

88%

ca. 45,7%

3. Nýtingarhlutföll.

3.1 Samkvæmt skýrslu Þjóðhagsstofnunar um athugun á afkomu frystihúsa haustið 1977 er nýtingarhlutfall þorsks í frystingu 1976 fyrir allt landið 36% miðað við slægðan fisk með haus. Nýtingarhlutfallið mun nú eitthvað hærra, en ráðuneytinu tókst ekki að afla upplýsinga frá sölusamtökunum nú um nýrri tölur.

Grófa hugmynd um nýtingu má fá með því að bera saman töflur 1 og 2 hér að ofan og taka þá tillit til þess, að í töflu 1 er um óslægðan fisk að ræða.

3.2 Samkvæmt upplýsingum SÍF mun nýtingarhlutfall þorsks til söltunar vera 41–42% yfir allt landið miðað við slægðan fisk með haus.

3.3 Samkvæmt skýrslu Rekstrartækni sf. frá því í júní á þessu ári um framleiðslukostnað við framleiðslu þorsks í skreið, er nýtingarhlutfallið talið 17% miðað við slægðan fisk með haus. Aðrir aðilar hafa staðfest þetta nýtingarhlutfall.