18.12.1981
Neðri deild: 28. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1799 í B-deild Alþingistíðinda. (1441)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Hv. 3. þm. Austurl. er formaður fjh.- og viðskn. Hann tjáði mér að vísu að hann gerði ekki ráð fyrir að ná saman nefndarfundi um 4. dagskrármálið — það er um það sem málið snýst — fyrr en nú í morgun. Að vísu var ég viðbúinn því, að málið gæti ekki komið hér til umr. og afgreiðslu, setti þetta þó á dagskrána vegna sérstakra tilmæla frá fjmrh. sem leggur mikla áherslu á að þetta mál nái fram að ganga fyrir jólahlé, en það er í fyrri deild enn þá. Því var það, að ég tók málið strax út af dagskrá og að ákveðinn er fundur kl. hálftvö í dag, þar sem þetta mál m. a. kemur fyrir. Verður þá gerð tilraun til þess að það nái lokaafgreiðslu í þessari hv. deild. Það er rétt, sem hv. þm. segir, að það er nokkuð hratt til höndum tekið að útbúa dagskrá með þessum hætti. En á því að 4. málið er hér á dagskrá ber ég ábyrgð, með þeim skýringum sem ég nú hef gefið.