18.12.1981
Efri deild: 28. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1839 í B-deild Alþingistíðinda. (1487)

96. mál, tímabundið vörugjald

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin. Ég skil það svo, að það sé stefna Framsfl. að lækka þessa skatta, og ég fagna því sannarlega, að það eru fleiri en við sjálfstæðismenn sem lítum svo á að með þessari skattheimtu sé gengið feti framar en sæmilegt er og atvinnuvegunum mismunað að verulegu leyti einnig. Ég skil svar hæstv. ráðh. þannig, að það hafi ekki orðið samkomulag um þetta í ríkisstj. og því megi búast við því að þessir skattar verði óbreyttir a. m. k. um sinn.