18.12.1981
Sameinað þing: 38. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1868 í B-deild Alþingistíðinda. (1525)

1. mál, fjárlög 1982

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það má vera að á pappírnum séu á brtt. formgallar sem ekki falla í geð hv. 4. þm. Vestf. En ég vil einungis segja það, að það má mikið vera ef hann hefur aldrei staðið að brtt. í nefnd og skrifað með fyrirvara undir. Algilt er að menn standi að slíkum nál., mæli með samþykki frv., en áskilji sér allan rétt til að flytja eða fylgja brtt. Hitt má vel vera, að í þetta skipti sé um það að ræða að formsins vegna sé þetta ekki rétt. — En enginn maður, sem lagt er til á þessu þskj. að njóti heiðurslauna, er ekki verðugur að vera þar að mínu áliti. Ég hef lagt til að hver einasti maður sem þar er njóti heiðurslauna.