18.12.1981
Neðri deild: 31. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1879 í B-deild Alþingistíðinda. (1563)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég vil taka undir óskir hv. 3. þm. Vestf. um störf í fjh.- og viðskn. í jólaleyfi varðandi þetta mál. Ég vil enn fremur benda á það sem hv. 3. þm. Vestf. sagði, að nefndir þingsins starfa þó að um þingfrestun sé að ræða. En það gætir þess misskilnings hjá hv. formanni fjh.- og viðskn., að utanrmn. er eina nefndin sem starfar frá því að þingi er slitið og þar til það kemur saman aftur að hausti og er sett þá. Í fjh.- og viðskn., þ. e. á sameiginlegum fundum nefndanna þegar þetta mál var til umfjöllunar í seinustu viku, — það var aðeins ein vika sem mál þetta var þar til umfjöllunar, — var nánast rætt aðeins um eitt atriði. Á þau fjölmörgu erindi, sem til nefndarinnar komu og eru á milli 30 og 40, hefur ekkert verið lítið né heldur hitt, hvort ekki væri ástæða til að gera ýmsar breytingar á þeirri lánsfjáráætlun og því frv. til lánsfjárlaga sem hér er til umr. Ég er því þeirrar skoðunar, að sú ósk, sem hv. 3. þm. Vestf. setur fram, sé skynsamleg. Ég efast ekki heldur um það, að formaður fjh.- og viðskn. er reiðubúinn til að vinna í þessu máli í þinghléi.