18.12.1981
Neðri deild: 31. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1879 í B-deild Alþingistíðinda. (1566)

Starfslok neðri deildar

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka hæstv. forseta góðar óskir. Enn fremur vil ég þakka honum skemmtilega, rösklega og réttláta fundarstjórn nú á haustþinginu og árna honum og fjölskyldu hans gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Vonum við að hitta hann glaðan og reifan að þinghléi loknu.

Enn fremur vil ég nota þetta tækifæri til að þakka skrifstofustjóra og starfsliði hans öllu ágæt störf, sem oft hafa verið unnin við mikinn eril og óhæg skilyrði á undanförnum dögum, og óska þeim öllum gleðilegra jóla. Ég vil biðja þingheim að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. — [Deildarmenn risu úr sætum.]