19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1883 í B-deild Alþingistíðinda. (1579)

1. mál, fjárlög 1982

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Samkv. frv. til lánsfjárlaga er Byggingarsjóður ríkisins sviptur tekjustofni sínum af launaskatti. Brtt. okkar sjálfstæðismanna við frv. þetta um að Byggingarsjóður ríkisins haldi þessum tekjustofni sínum hefur þegar verið felld. Launaskatturinn mun því ganga til ríkissjóðs og er því ekki raunhæft að ætla að efla Byggingarsjóðinn með því að skipta á þeim peningum og öðrum peningum sem í ríkissjóðinn ganga með annarri skattheimtu. Til bjargar Byggingarsjóði gegn aðför ríkisstj. duga nú engin skipti nema skipti á ríkisstj. Með því að atkvgr. þessi getur ekki leitt til slíks greiðum við sjálfstæðismenn ekki atkv. Herra forseti. Ég greiði ekki atkv.