19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1897 í B-deild Alþingistíðinda. (1625)

165. mál, frestun á fundum Alþingis

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Vegna ummæla hv. 1. þm. Reykv. áðan vil ég láta það koma fram, að á fundum með formönnum þingflokkanna fyrir nokkrum dögum var okkur öllum skýrt frá því, að ríkisstj. og forsrh. hygðust flytja þá till. sem hér er til umr. Það er þess vegna rangt hjá hv. 1. þm. Reykv., að þetta mál hafi ekki verið rætt við stjórnarandstöðuna. Og það sem meira er, formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar var gefinn kostur á því að velja hvort heldur þeir vildu 18. jan. eða 25. jan., en þeir gátu ekki komið sér saman um þetta atriði. Vegna þess að hv. 1. þm. Reykv. fór hér með rangt mál taldi ég nauðsynlegt að þetta kæmi fram. Ég segi hins vegar já við tillögunni.