20.01.1982
Sameinað þing: 40. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1901 í B-deild Alþingistíðinda. (1635)

Framhaldsfundir eftir þingfrestun

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Hinn 14. janúar var gefið út svohljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Ég hef ákveðið samkv. tillögu forsrh., að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda miðvikudaginn 20. jan. 1982, kl. 14.00.

Gjört í Reykjavík, 14. janúar 1982.

Vigdís Finnbogadóttir.

Gunnar Thoroddsen.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.“

Samkv. þessu hefjast nú framhaldsfundir Alþingis. Ég óska hæstv. forseta og hv. alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis gleðilegs árs og þakka þeim fyrir liðna árið, býð þá velkomna til þingstarfa á ný og leiða í ljós þá ósk og von að störf okkar megi verða landi og lýð til blessunar.