25.01.1982
Neðri deild: 33. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1944 í B-deild Alþingistíðinda. (1681)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 25. jan. 1982.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum get ég ekki setið þingfundi á næstunni. Leyfi ég mér því með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Jón Ingi Ingvarsson rafvirkjameistari, Skagaströnd, sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Ingólfur Guðnason.“

1. varaþingmaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson, staðfestir með bréfi frá Siglufirði, dags. 20. jan. s. l., að hann geti ekki sökum embættisanna tekið sæti á Alþingi, og óskar eftir því, að 2. varamaður, Jón Ingi Ingvarsson, taki það í hans stað. Jón Ingi Ingvarsson hefur átt sæti á þingi á þessu kjörtímabili og þarfnast kjörbréf hans því ekki rannsóknar. Býð ég hann velkominn til starfa.