02.02.1982
Neðri deild: 37. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2137 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

182. mál, tollskrá o.fl.

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég skal taka til greina yfirlýsingu hæstv. fjmrh. varðandi hljómplöturnar, að það mál verði athugað sérstaklega, og þakka honum fyrir þau orð og mun draga til baka þann hluta till. minnar sem varðaði hljómplöturnar, en halda hinni til streitu varðandi hljóðfærin, vegna þess hversu mikla hagsmuni hér er um að ræða fyrir það fólk sem vinnur við hljómlistarstörf, okkar mestu listamenn.