27.10.1981
Sameinað þing: 9. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

34. mál, flugsamgöngur við Vestfirði

Fyrirspyrjandi (Árni Gunnarsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. svar hans og þann áhuga sem hann hefur sýnt þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar, að það þurfi að hraða sem mest aðgerðum ríkisstj. og stjórnvalda á þessu sviði því að vandinn fer síður en svo minnkandi, heldur hníga öll rök til þess, að hann fari fremur vaxandi en hitt. Ég vænti þess fastlega, að ríkisstj. sjái sér fært að hraða þessu verki eins og unnt er, þannig að stefnumótun verði komin fram helst á því þingi, sem nú situr, eða fyrir lok þess.