15.02.1982
Efri deild: 43. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2423 í B-deild Alþingistíðinda. (2040)

172. mál, olíugjald til fiskiskipa

Karl Steinar Guðnason:

Herra forseti. Við Alþfl.menn munum ekki heldur standa í vegi fyrir því, að þetta frv. verði samþykki. Ákvörðun þessa olíugjalds er meira og minna í samhengi við kjarasamninga, eins og kom fram hjá ráðh. Hitt er annað mál, að ég tel að það eigi að vinna að því að afnema þetta olíugjald og það sem allra fyrst. Við munum stuðla að því hér að finna aðrar leiðir sem útgerðarmenn og sjómenn sætta sig betur við.