23.02.1982
Sameinað þing: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2589 í B-deild Alþingistíðinda. (2210)

356. mál, endurskoðun á lögum um fuglafriðun

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Í tilefni þeirrar umr., sem hér fer fram, vil ég geta þess, að hegningarlaganefnd sú sem starfar á vegum dómsmrn. vinnur nú að endurskoðun ýmissa sektarákvæða, einkum í sérrefsilöggjöf, en þau eru víða orðin allt of lág miðað við nútímaverðlag. Þetta verður að gerast í samráði við önnur rn., sem viðkomandi lagabálkar falla undir. Þetta er því nokkuð mikið verk, en ég leyfi mér að vænta þess, að því sé nú að ljúka þannig að frv. um þetta efni verði lagt fyrir hv. Alþingi innan skamms.