23.02.1982
Sameinað þing: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2602 í B-deild Alþingistíðinda. (2230)

186. mál, endurskoðun geðheilbrigðismála

Fyrirspyrjandi (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Varðandi upplýsingar hæstv. ráðh. um skipun í nefndina og að í henni aðstandandi geðsjúkra vil ég beina því til hæstv. ráðh., að hann reyni að koma því til leiðar, að fenginn verði er enginn einn frá þeim til að sitja fundi nefndarinnar og starfa með henni. Ég held að slíki skipti talsverðu máli. Það var lögð talsvert mikil áhersla á það á sínum tíma, þegar þessi þáltill. var samin, að þarna væri gott samstarf á milli og góð tengsl aðstandenda og sérfræðinganna. Ég vil því beina til hæstv. ráðh. að hann reyni að koma því til leiðar, að einn fulltrúi aðstandenda komi inn í nefndina aftur.