24.02.1982
Neðri deild: 46. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2655 í B-deild Alþingistíðinda. (2281)

205. mál, tekjuöflun vegna ráðstafana í efnahagsmálum

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég hef aldrei dregið í efa athyglisgáfu hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar. (Gripið fram í: Það hafa aðrir gert.) Það hafa aðrir gert, en ekki ég, úr þessum ræðustól. Ég vil hins vegar bera þær sakir af mér að ég hafi misskilið orð hans.

Hv. þm. talaði auðvitað af sér, eins og hann á vanda til og ætti ekki að vera með frumhlaup í þessari deild, hvorki gaspur úr þeim stól sem hann situr í sem hv. skrifari, né að öðru leyti.

Ég ber þær sakir af mér að ég hafi misskilið þetta á nokkurn hátt. Ég skildi þetta nákvæmlega rétt. Það, sem er rétt í þessu máli, herra forseti, er að þingflokkur Framsfl. afgreiddi ekki það frv., sem nú er til umr., í þeirri mynd sem það nú liggur fyrir á hinu háa Alþingi. Það er það sem skiptir máli og það er það sem er númer eitt, tvö og þrjú í meðferð málsins.