24.02.1982
Neðri deild: 46. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2655 í B-deild Alþingistíðinda. (2284)

205. mál, tekjuöflun vegna ráðstafana í efnahagsmálum

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil geta þess, að hv. 1. þm. Reykn. beindi því til forseta, að honum þætti ástæða til að mál þetta kæmi til enn frekari athugunar í hv. deild og þá fjh.- og viðskn. Ég vil vísa til þess, að þetta mál er enn í fyrri deild og það á eftir að fá meðferð í hv. Ed. og fjh.- og viðskn. þar. Ég tel því að nokkuð vel eigi að vera fyrir því séð, að málið hljóti skaplega meðferð enda þótt það sé tekið til lokaafgreiðslu nú í hv. Nd.