25.02.1982
Sameinað þing: 57. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2664 í B-deild Alþingistíðinda. (2293)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Forseti (Jón Helgason):

Mér hafa borist bréf. Fyrst vil ég lesa hér bréf dags. 25. febr. 1982:

„Halldór Ásgrímsson, 3. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varaþm. taki 2. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Jón Kristjánsson félagsmálafulltrúi, Egilsstöðum, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Og hér með fylgir skeyti:

„Vegna anna heima fyrir get ég undirritaður ekki tekið sæti á Alþingi í forföllum Halldórs Ásgrímssonar og óska því eftir áð Jón Kristjánsson félagsmálafulltrúi, Egilsstöðum, 2. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, taki sæti í minn stað.

Stöðvarfirði, 23. febr. 1982.

Guðmundur Gíslason.“

Jón Kristjánsson hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og býð ég hann velkominn til starfa.

Þá er hér annað bréf:

„Alþingi, 25. febr. 1982.

Sverrir Hermannsson, 4. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum mun ég ekki geta sótt þingfundi á næstunni. Leyfi ég mér því með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi, Tryggvi Gunnarsson skipstjóri, Vopnafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Tryggvi Gunnarsson hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og býð ég hann velkominn til starfa á Alþingi.

Þá er hér þriðja bréfið:

„Alþingi, 25. febr. 1982.

Eiður Guðnason, 5. þm. Vesturl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Vegna utanfarar í opinberum erindum mun ég ekki geta sótt þingfundi á næstunni. Með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis leyfi ég mér að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Alþfl. í Vesturlandskjördæmi, Guðmundur Vésteinsson bæjarfulltrúi, Akranesi, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt ásamt ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Helgi Seljan,

forseti Ed.

Hér með fylgir skeyti um forföll Gunnars Más Kristóferssonar, 1. varaþm. Alþfl. í Vesturlandskjördæmi, og staðfesting á kjörbréfi Guðmundar Vésteinssonar. Ég vil biðja kjörbréfanefnd að taka kjörbréf Guðmundar Vésteinssonar til athugunar. Verður gefið fundarhlé í 5 mínútur. — [Fundarhlé]