03.03.1982
Neðri deild: 48. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2835 í B-deild Alþingistíðinda. (2382)

Umræður utan dagskrár

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ummæli Ólafs Dýrmundssonar landnýtingarráðunautar um tilgang þessarar yfirlýsingar ráðh. ekki svarað. Ég ítreka þá fsp. til hæstv. ráðh., sem komu fram í Dagblaðinu í gær, ætla ég ekki að gera frekar að umræðuefni. Ég lét þeirra aðeins getið, en þau voru ekki tilefnið að minni fsp.

Ég gerði tvær fsp. hefur hæstv. ráðh. Í fyrsta lagi spurði ég hæstv. ráðh. hvort þetta mál hefði komið til umræðu í ríkisstj. Þeirri fsp. hefur hæstv. ráðh. ekki svarað. Ég ítreka þá fsp. til hæstv. ráðh., sem nú fer með embætti forsrh. jafnframt: Hefur þetta mál verið rætt á ríkisstjórnarfundi? Er öðrum ráðh. í ríkisstj. kunnugt um þessa yfirlýsingu?

Hin fsp., sem ég bar upp við hæstv. ráðh., var á þá leið: Hvar eru heimildirnar, hæstv. ráðh., fyrir þeim yfirlýsingum sem hæstv. landbrh. og hæstv. fjmrh. gefa? Hæstv. landbrh. vitnar í fjárl. í þessu sambandi. Ég er með þau hér fyrir framan mig. Hæstv. ráðh. segir að um framlag sé að ræða til viðkomandi verksmiðju. Það stendur orðrétt í fjárlagafrv. á bls. 208. „Þá er gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð 2 millj. kr. hjá tveimur síðasttöldu verksmiðjunum“ — þ.e. verksmiðjunum í Hólminum í Skagafirði og Saltvík í S-Þingeyjarsýslu — „og 3 millj. kr. hlutafjárframlagi ríkissjóðs til verksmiðjunnar í Hólminum í Skagafirði“ — ekki 3 millj. kr. framlagi, hæstv. ráðh., heldur 3 millj. kr. hlutafjárframlagi.

Ég notaði tækifærið núna rétt áðan, þegar ég hlustaði á ræðu hæstv. ráðh., til að fara enn einu sinni til formanns fjvn. og spyrja hann hvort honum væri kunnugt um að einhver liður væri í núverandi fjárl. sem hægt væri að nota til að greiða þann kostnað sem í yfirlýsingum ráðh. er rætt um. Hv. formaður fjvn. svaraði því enn neitandi, enda tekur aths. í frv. til fjárl. af öll tvímæli um að sú fjáröflun, sem þar er heimiluð, er aðeins hlutafjárframlag ríkissjóðs. Ég er búinn að grandskoða allar brtt. sem hafa verið gerðar á þessu frv. frá því þær komu fram og þar til það var afgr. á Alþingi. Ég er búinn að grandskoða ræður formanns fjvn., þar sem hann gerir grein fyrir öllum breytingum sem nefndin leggur til að gerðar verði á frv. Ég hef rætt við formann fjvn. og annan fulltrúa Framsfl. í fjvn. um þetta mál. Öllum ber saman um að heimildirnar, sem ráðh. tveir hafa fyrir umræddri yfirlýsingu sinni, séu engar. Þær eru ekki til. Hæstv. ráðh. eru að bjóðast til að gefa af fé ríkissjóðs, hvort sem það er stór fjárupphæð eða lítil. Hún er sjálfsagt stór fyrir suma þó hún teljist lítil fyrir aðra. Þeir eru að lofast til að gefa aðila í kjördæmi sínu fé úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar í heimildarleysi. Ég ítreka enn fyrri fsp. mína til hæstv. ráðh.: Hefur málið verið rætt í ríkisstjórn? Er öðrum ráðh. um þetta kunnugt?