10.03.1982
Efri deild: 53. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2948 í B-deild Alþingistíðinda. (2501)

188. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Frsm. meiri hl. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. til staðfestingar á þeim brbl. sem ríkisstj. gaf út í tengslum við ákvarðanir fiskverðs, gengisbreytingar og aðgerðir í efnahagsmálum í upphafi þessa árs. Í umfjöllun nefndarinnar kom fram að þau ákvæði, sem hér er lagt til að verði staðfest, eru öll með hefðbundnum hætti. Af hálfu Verðjöfnunarsjóðs eða framleiðsluútflutningsaðila í sjávarútvegi voru ekki gerðar neinar athugasemdir við framkvæmd þessa máls. Við leggjum þess vegna til í meiri hl. n. að frv. verði samþykkt.