15.03.1982
Efri deild: 55. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3049 í B-deild Alþingistíðinda. (2569)

172. mál, olíugjald til fiskiskipa

Frsm. meiri hl. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. meiri hl. sjútvn. Ed. á þskj. 436 um frv. til laga um tímabundið olíugjald til fiskiskipa. Hv. þm. eru oft búnir að fjalla um tímabundið olíugjald til fiskiskipa og ég sé ekki ástæðu til að lengja umr. á þessum fundi um það mál.

Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt eins og það kemur frá Nd. Eins og segir í nál. sýnist nm. að þeir standi hér frammi fyrir orðnum hlut, en eins og deildarmönnum mun ljóst var um þetta samið við síðustu fiskverðsákvörðun.

Fjarverandi afgreiðslu málsins var Gunnar Thoroddsen. Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Kjartan Jóhannsson og Geir Gunnarsson.