15.03.1982
Neðri deild: 51. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3054 í B-deild Alþingistíðinda. (2580)

144. mál, almannatryggingar

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um framlengingu á svokölluðu sjúkratryggingagjaldi eða því sem eftir stendur af því gjaldi. Frv. gerir ráð fyrir að lögð verði árið 1982 2% á gjaldstofn sjúkratryggingagjalds fyrir ofan 101–250 kr. tekjur 1981. Á tekjur fyrir neðan 101–250 kr. á árinu 1981 leggst ekki sjúkratryggingagjald.

Álagt sjúkratryggingagjald á árinu 1981 nemur 33 millj. 816 þús. kr. og er áætlað að af fjárhæð þessari innheimtist um 32 millj. kr. Talið er að álagning þessa árs nemi um 49.5 millj. og að innheimt fjárhæð gjaldsins verði nálægt 51 millj. kr. Ástæðan fyrir því, að innheimtutölur eru hærri en álagningartölur, er sú, að gjaldið lækkaði mjög verulega á s.l. ári þannig að eftirstöðvar fyrri ára eru mun hærra hlutfall af álagningunni en ella.

Í Ed. var það hv. fjh.- og viðskn. sem fjallaði um mál þetta þar sem deildin leit svo á- og ég er henni sammála um það — að hér sé um að ræða skattheimtu. Ég legg því til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn., enda þótt sjúkratryggingagjald þetta sé í almannatryggingalögum.