16.03.1982
Sameinað þing: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3090 í B-deild Alþingistíðinda. (2628)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Jón Helgason):

Eins og ég tók fram áðan var það vegna eindreginna tilmæla formanns þingflokks Alþfl. og formanns þingflokks Sjálfstfl. að þessar umr. hófust nú strax, en ekki kl. 5 eins og ég hafði ákveðið. Forsrh. var hins vegar bundinn milli kl. 4 og 5. Frestunin nú er til komin vegna þess að það hefur verið venja forseta að reyna að taka tillit til þess, þegar varaþm. koma stuttan tíma inn í þingið, að greiða fyrir að þeir geti komist að með sín mál. Það þarf að gera um mál sem eru á seinni fundi. Því þarf að ljúka þessum fundi og geta byrjað hinn síðari fund. Þessum utandagskrárumræðum verður haldið áfram kl. 5 eins og ákveðið hafði verið.