16.03.1982
Sameinað þing: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3116 í B-deild Alþingistíðinda. (2658)

Umræður utan dagskrár

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð vegna ummæla hæstv. forsrh. áðan. Ég þakka honum fyrir vinsamlega ábendingu um að ég ætti að vita hvert væri lögmál lýðræðisins, það væri að leita samkomulags. Ég hafði nokkra hugmynd um þetta atriði, en þakka honum samt fyrir.

Í þessum orðum hæstv. forsrh. felst ekkert annað en það, að ætlunin sé að beygja hæstv. utanrrh„ sveigja hann frá þeirri stefnu sem hann hefur tekið í málinu. Öðruvísi er ekki hægt að ná samkomulagi um þetta. Svo einfalt er þetta. Sé það gert er verið að sveigja hann frá þeirri stefnu sem Alþingi hefur samþykkt, og ef það er lýðræði í huga hæstv. forsrh. litum við ekki sömu augum lýðræðið. Sem sagt, ef sú leið er fær, samkomulagsleiðin í þessu máli, verður aðeins ekið að henni frá annarri hlið, þ.e. þeirri hlið að hæstv. utanrrh. verður að sveigja frá þeirri stefnu sem hið háa Alþingi hefur markað í þessu máli. Og þá held ég að færi að fara um ýmsa sem eru trúaðir á lýðræði.